Hver kemur til með að annast Hannes Hólmstein? Ögmundur Jónasson skrifar 30. nóvember 2006 05:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólaprófessornum þótt hann virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarnar og eigi þar af leiðandi auðveldara með að skilja efnishyggjumanninn Marx. Hannesi Hólmsteini er nokkur vorkunn. Við lifum á tíma græðginnar. Öll andmæli heita öfund, öll gagnrýni heitir að vera á móti! Annnað hvort sem kommúnisti eða sem rómantíker. Þess vegna vísan í Rousseau og Marx. Sá hópur fólks sem vill andæfa lífi í græðgi hefur í dag „rangt fyrir sér". Þetta er samkvæmt boðendum fagnaðarerindis óheftrar frjálshyggju „röng lífsskoðun". Getur lífsskoðun nokkurn tímann verið „röng"? Þegar allt kemur til alls snýst málið um hvernig lífi við viljum lifa. Um einmitt það snýst lífsskoðunin. Gryfjan sem frjálshyggjumenn falla í er sú, að þeir ganga út frá því að við lifum á brauði einu saman. Að framfarir séu eingöngu efnahagslegar. Að lífshamingju sé aðeins hægt að mæla í gulli. Ef við viljum lifa í gleði og sæmilegum jöfnuði, viljum gæta fjölskyldu okkar, hafa tíma fyrir börnin okkar, þá segja hinir sókndjörfu forystumenn græðginnar: Við höfum ekki tíma fyrir þetta. Á sama hátt og lærisveinar Jesú æmtu þegar hann bað þá að yfirgefa allt og fylgja honum. En herra, sögðu þeir, við viljum hlú að foreldrum okkar og fjölskyldu, við getum ekki yfirgefið allt og alla. Þá sagði meistarinn: Það er meira virði að boða fagnaðarerindið, allir sem það geta eiga að ganga með mér, þeir sem ekki geta það eru hvort eð er dauðir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Og það er þetta sem frjálshyggjumenn segja við málsvara hófsemi og mannræktar. Við þá sem vilja fara varlega í nýtingu auðlinda. Við þá sem vilja ekki bíða með að sinna öldruðum, þangað til lífeyrissjóðirnir eru orðnir nógu stórir. Við þá sem trúa ekki á sæluríki sem ávallt kemur seinna. Frjálshyggjumennirnir segja: Þið eruð á móti öllu. Þið eruð dauð, þið verðið skilin eftir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Fagnaðarerindi dagsins er því miður ekki kærleikur, jöfnuður og bræðralag, heldur yfirtaka á búlgarska símanum, Storebrand og Harrods. En hitt er í fullu gildi að aldraðir og sjúkir fá ekkert núna en mikið seinna. Tökum öll þátt í sókninni, dönsum í kringum gullkálfinn. Hefur einhver heyrt þetta áður? Er þetta kannski þúsund ára gömul saga? Ég segi að hinir dauðu eru menn peninganna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki sjá lífið í kringum sig. Hinir dauðu eru þeir sem ekki vilja hjúkra þeim sem eru sjúkir núna. Þeir sem eru aldraðir núna, fatlaðir núna, þurfandi núna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki skilja vefnaðinn í samfélaginu. Skilja ekki mikilvægi hvers og eins. Enginn þrífst án samfélags, allir eru einhvern tímann börn, öll eldumst við og margir verða gamlir. Allir geta lent í vanda. Hver sem er getur lent í að hús hans brennur. Allir þurfa að standa saman þegar vandi steðjar að. Auðmaður með botnlangakast, frumkvöðull sem fer á hausinn, listamaður sem þarf að mennta sig. Menn njóta hvers annars. Maður er manns gaman en ekki þjónn hvers annars. Söngvari, læknir, íþróttaþjálfari, leiðsögumaður, kennari og þannig mætti áfram telja í samspili þjóðfélagsins. Þarf að skýra út samfélag? Það hefur aldrei verið til auðstétt án samfélags en oft samfélag án auðstéttar. Í fyrrnefndri greiningu Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu bendir hann á að stór hluti mannkynsins séu rómantíkerar. Og niðurstaða hans er sú að þessi hópur hafi með einhverjum hætti rangt fyrir sér. Hann tekur sitt uppáhalds dæmi þar sem eignarrétturinn trónir á toppnum: Það sem allir eiga saman er eyðilagt (sbr. t.d. Kárahnjúkar?) en einkaeignin er í góðu standi að mati Hannesar Hólmsteins (kvótakerfið?). Indjánar Norður Ameríku eru - samkvæmt greinarskrifinu - viskulausir og samviskulausir eyðingarsinnar. Hefur einhver velt því fyrir sér hvers vegna frjálshyggjan er fátæk af bókmenntum, söngvum, gleði? Hún er hins vegar rík af harðmúlaðri, samanbitinni púrítanískri vinnuhörku. Lífsgleðin er vandfundin í hennar ranni. Nema sú sem er mæld á Gullvoginni. Öðru máli gegnir um samfélagið. Takmarkið með því að ganga inn í samfélag er ekki að hámarka tekjur heldur hámarka lífsgleði og láta þúsund blóm blómstra. Leyfa öllum að njóta sín. Félagshyggja er eins og Óskar Wilde orðaði það: Einstaklingshyggja fyrir alla. Frjálshyggja í sinni öfgafullu mynd er eins konar grámunkaregla sem vinnur að því dag og nótt, árið um kring, að kreista gleðisnauða hámarksnyt úr innfluttu kúakyni. Eins konar Amish-regla græðginnar þar sem aðeins ein mælistika er til: Gullvogin. Aðeins hún skiptir máli í málmkenndum heimi Hannesar Hólmsteins; heimi þar sem enginn maður deyr og allir eru alltaf ungir. En hver mun annast Hannes Hólmstein þegar hann er orðinn gamall maður? David Friedman? Eða sjúkraliði á Landspítalanum? Hvað skyldi Hannes vilja sjálfur þegar á hólminn er komið? Ögmundur Jónasson er þingmaður vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson spyr í Fréttablaðsgrein 10. nóvember síðastliðinn hvort Rousseau sé kominn í stað Marx í stjórnmál samtímans, rómantíkerinn í stað efnishyggjumannsins. Báðir fá þeir Rousseau og Marx slæma einkunn hjá háskólaprófessornum þótt hann virðist kunna betur á bókhaldið en tilfinningarnar og eigi þar af leiðandi auðveldara með að skilja efnishyggjumanninn Marx. Hannesi Hólmsteini er nokkur vorkunn. Við lifum á tíma græðginnar. Öll andmæli heita öfund, öll gagnrýni heitir að vera á móti! Annnað hvort sem kommúnisti eða sem rómantíker. Þess vegna vísan í Rousseau og Marx. Sá hópur fólks sem vill andæfa lífi í græðgi hefur í dag „rangt fyrir sér". Þetta er samkvæmt boðendum fagnaðarerindis óheftrar frjálshyggju „röng lífsskoðun". Getur lífsskoðun nokkurn tímann verið „röng"? Þegar allt kemur til alls snýst málið um hvernig lífi við viljum lifa. Um einmitt það snýst lífsskoðunin. Gryfjan sem frjálshyggjumenn falla í er sú, að þeir ganga út frá því að við lifum á brauði einu saman. Að framfarir séu eingöngu efnahagslegar. Að lífshamingju sé aðeins hægt að mæla í gulli. Ef við viljum lifa í gleði og sæmilegum jöfnuði, viljum gæta fjölskyldu okkar, hafa tíma fyrir börnin okkar, þá segja hinir sókndjörfu forystumenn græðginnar: Við höfum ekki tíma fyrir þetta. Á sama hátt og lærisveinar Jesú æmtu þegar hann bað þá að yfirgefa allt og fylgja honum. En herra, sögðu þeir, við viljum hlú að foreldrum okkar og fjölskyldu, við getum ekki yfirgefið allt og alla. Þá sagði meistarinn: Það er meira virði að boða fagnaðarerindið, allir sem það geta eiga að ganga með mér, þeir sem ekki geta það eru hvort eð er dauðir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Og það er þetta sem frjálshyggjumenn segja við málsvara hófsemi og mannræktar. Við þá sem vilja fara varlega í nýtingu auðlinda. Við þá sem vilja ekki bíða með að sinna öldruðum, þangað til lífeyrissjóðirnir eru orðnir nógu stórir. Við þá sem trúa ekki á sæluríki sem ávallt kemur seinna. Frjálshyggjumennirnir segja: Þið eruð á móti öllu. Þið eruð dauð, þið verðið skilin eftir. Látum hina dauðu grafa hina dauðu. Fagnaðarerindi dagsins er því miður ekki kærleikur, jöfnuður og bræðralag, heldur yfirtaka á búlgarska símanum, Storebrand og Harrods. En hitt er í fullu gildi að aldraðir og sjúkir fá ekkert núna en mikið seinna. Tökum öll þátt í sókninni, dönsum í kringum gullkálfinn. Hefur einhver heyrt þetta áður? Er þetta kannski þúsund ára gömul saga? Ég segi að hinir dauðu eru menn peninganna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki sjá lífið í kringum sig. Hinir dauðu eru þeir sem ekki vilja hjúkra þeim sem eru sjúkir núna. Þeir sem eru aldraðir núna, fatlaðir núna, þurfandi núna. Hinir dauðu eru þeir sem ekki skilja vefnaðinn í samfélaginu. Skilja ekki mikilvægi hvers og eins. Enginn þrífst án samfélags, allir eru einhvern tímann börn, öll eldumst við og margir verða gamlir. Allir geta lent í vanda. Hver sem er getur lent í að hús hans brennur. Allir þurfa að standa saman þegar vandi steðjar að. Auðmaður með botnlangakast, frumkvöðull sem fer á hausinn, listamaður sem þarf að mennta sig. Menn njóta hvers annars. Maður er manns gaman en ekki þjónn hvers annars. Söngvari, læknir, íþróttaþjálfari, leiðsögumaður, kennari og þannig mætti áfram telja í samspili þjóðfélagsins. Þarf að skýra út samfélag? Það hefur aldrei verið til auðstétt án samfélags en oft samfélag án auðstéttar. Í fyrrnefndri greiningu Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu bendir hann á að stór hluti mannkynsins séu rómantíkerar. Og niðurstaða hans er sú að þessi hópur hafi með einhverjum hætti rangt fyrir sér. Hann tekur sitt uppáhalds dæmi þar sem eignarrétturinn trónir á toppnum: Það sem allir eiga saman er eyðilagt (sbr. t.d. Kárahnjúkar?) en einkaeignin er í góðu standi að mati Hannesar Hólmsteins (kvótakerfið?). Indjánar Norður Ameríku eru - samkvæmt greinarskrifinu - viskulausir og samviskulausir eyðingarsinnar. Hefur einhver velt því fyrir sér hvers vegna frjálshyggjan er fátæk af bókmenntum, söngvum, gleði? Hún er hins vegar rík af harðmúlaðri, samanbitinni púrítanískri vinnuhörku. Lífsgleðin er vandfundin í hennar ranni. Nema sú sem er mæld á Gullvoginni. Öðru máli gegnir um samfélagið. Takmarkið með því að ganga inn í samfélag er ekki að hámarka tekjur heldur hámarka lífsgleði og láta þúsund blóm blómstra. Leyfa öllum að njóta sín. Félagshyggja er eins og Óskar Wilde orðaði það: Einstaklingshyggja fyrir alla. Frjálshyggja í sinni öfgafullu mynd er eins konar grámunkaregla sem vinnur að því dag og nótt, árið um kring, að kreista gleðisnauða hámarksnyt úr innfluttu kúakyni. Eins konar Amish-regla græðginnar þar sem aðeins ein mælistika er til: Gullvogin. Aðeins hún skiptir máli í málmkenndum heimi Hannesar Hólmsteins; heimi þar sem enginn maður deyr og allir eru alltaf ungir. En hver mun annast Hannes Hólmstein þegar hann er orðinn gamall maður? David Friedman? Eða sjúkraliði á Landspítalanum? Hvað skyldi Hannes vilja sjálfur þegar á hólminn er komið? Ögmundur Jónasson er þingmaður vinstri grænna.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun