Framleiðandinn Mark Burnett, sem hefur sent frá sér raunveruleikaþætti á borð við Survivor, Rock Star: Supernova og The Apprentice hefur trúlofast leikkonunni Roma Downey.
Burnett bað hennar um þakkargjörðarhátíðina í Mexíkó og ætla þau sér að giftast á næsta ári. Þau eru 46 ára og eiga bæði börn úr fyrri hjónaböndum. Burnett á tvo syni og Downey, sem hefur leikið í þáttunum Touched By an Angel, á eina dóttur.
Trúlofaðist leikkonu
