Ráðamenn þjóðarinnar hafi hægt um sig 30. nóvember 2006 15:45 Tökum á áramótaskaupinu er lokið en síðustu tökur fóru fram við Kleyfarvatn. „Þetta hefur gengið frábærlega, smá snurfus eftir en stærstu tökunum er lokið," segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, en tökum á því lauk á þriðjudagskvöld. Tökuliðið barðist við vind og kulda upp á Kleifarvatni en Reynir segir að þetta hafi passað fullkomlega við atriðið. „Þetta er vonandi upphafsatriðið, mjög dramatískt og epískt," segir Reynir en viðurkenni þó að veðurfarið hafi leikið þá grátt fyrir tveimur vikum þegar lokaatriðið var sett á svið fyrir framan Hallgrímskirkju. „Þá var hörkufrost og mikill vindur og ég held að allir leikararnir hafa lagst í rúmið með kvef og lungnabólgu." Reynir er ritsjóri Skaupsins en auk hans sitja þau Þorsteinn Guðmundsson, Hugleikur Dagsson, Margrét Örnólfsdóttir og bræðurnir Ari og Úlfur Eldjárn í ritnefnd. Leikstjórinn segir að markmiðið í ár hafi verið að fanga þjóðarsálina frekar en að endurskapa skemmtileg atvik frá árinu sem nú er að líða þótt þeim verði vissulega gerð góð skil. „Við viljum reyna að hafa smá tilfinningu fyrir markaðinum og popp-kúltúrnum," bætir Reynir við en tekur þó fram að þjóðþekktar persónar komi alveg við sögu og að áhorfendur Skaupsins eigi eftir að sjá yngri kynslóðina spreyta sig á ráðamönnum þjóðarinnar. „Þetta verður ekki „nastý" og við ætlum ekki að leggja neinn í einelti," útskýrir leikstjórinn sem viðurkennir að smá kvíði sé fyrir hendi að einhver stórvægileg tíðindi gerist í desember. „Við höfum reyndar gert ráðstafanir fyrir því en vonandi halda ráðamenn þjóðarinnar og áhrifafólkið í þjóðfélaginu sig bara til hlés," segir Reynir. Írar vildu banna hann en Hugleikur skrifar áramótaskaupið fyrir Íslendinga. . Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Þetta hefur gengið frábærlega, smá snurfus eftir en stærstu tökunum er lokið," segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Áramótaskaupsins, en tökum á því lauk á þriðjudagskvöld. Tökuliðið barðist við vind og kulda upp á Kleifarvatni en Reynir segir að þetta hafi passað fullkomlega við atriðið. „Þetta er vonandi upphafsatriðið, mjög dramatískt og epískt," segir Reynir en viðurkenni þó að veðurfarið hafi leikið þá grátt fyrir tveimur vikum þegar lokaatriðið var sett á svið fyrir framan Hallgrímskirkju. „Þá var hörkufrost og mikill vindur og ég held að allir leikararnir hafa lagst í rúmið með kvef og lungnabólgu." Reynir er ritsjóri Skaupsins en auk hans sitja þau Þorsteinn Guðmundsson, Hugleikur Dagsson, Margrét Örnólfsdóttir og bræðurnir Ari og Úlfur Eldjárn í ritnefnd. Leikstjórinn segir að markmiðið í ár hafi verið að fanga þjóðarsálina frekar en að endurskapa skemmtileg atvik frá árinu sem nú er að líða þótt þeim verði vissulega gerð góð skil. „Við viljum reyna að hafa smá tilfinningu fyrir markaðinum og popp-kúltúrnum," bætir Reynir við en tekur þó fram að þjóðþekktar persónar komi alveg við sögu og að áhorfendur Skaupsins eigi eftir að sjá yngri kynslóðina spreyta sig á ráðamönnum þjóðarinnar. „Þetta verður ekki „nastý" og við ætlum ekki að leggja neinn í einelti," útskýrir leikstjórinn sem viðurkennir að smá kvíði sé fyrir hendi að einhver stórvægileg tíðindi gerist í desember. „Við höfum reyndar gert ráðstafanir fyrir því en vonandi halda ráðamenn þjóðarinnar og áhrifafólkið í þjóðfélaginu sig bara til hlés," segir Reynir. Írar vildu banna hann en Hugleikur skrifar áramótaskaupið fyrir Íslendinga. .
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira