Viðskipti erlent

Kosið um samruna Euronext og NYSE

Euronext.
Euronext. Mynd/AFP

Stjórn samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext segist fullviss um að hluthafar markaðarins muni samþykkja samruna við kauphöllina í New York í Bandaríkjunum (NYSE).

Olivier Lefebvre, stjórnarmaður í Euronext, sem rekur kauphallir í Lissabon í Portúgal, Amsterdam í Hollandi, í Brussel í Belgíu og París í Frakklandi, segir að boð á sérstakan hluthafafund, sem haldinn verður í næsta mánuði, verða sent út í dag en á fundinum verður kosið um samruna við NYSE.

„Við reiknum ekki með að hluthafarnir gangi út," sagði hann og bætti við að samrunaferlið verði samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×