Innlent

Lóðarmál í Norðlingaholti tekið upp á fundi borgarráðs

Frá Norðlingaholti.
Frá Norðlingaholti. MYND/Vilhelm

Samfylkingin hyggst kalla eftir upplýsingum og svörum borgarstjóra á fundi borgarráðs í dag í tengslum við kaup borgarinnar á fjögurra hektara svæði í Norðlingaholti á 208 milljónir króna.

Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að lóðin hafi verið í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, en upphæðina ákvað matsnefnd eignarnámsbóta eftir árangurslausar viðræður milli borgar og Kjartans.

Í tilkynningu til fjölmiðla gagnrýnir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hversu hátt verðið er og að ekki hafi verið leitað samþykkis borgarráðs fyrir kaupunum á lóðinni. Bendir hann á að Kópavogur standi nú í eignarnámsferli með Vatnsendajörðina sem sé um 863 hektarar. Miðað við „Kjartans-verð“ á hvern hektara, eins og hann orðar það, þurfi Kópavogur lauslega reiknað að reiða fram litla 45 milljarða fyrir spildurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×