Erlent

Sex ára stúlka lætur lífið í loftárás

Sex ára palestínsk stúlka lést í loftárás Ísraelshers nú undir kvöld. Það glittir þó í ljós í myrkrinu á Gasa-svæðinu, eftir að Ísraelsher dró liðsafla sinn á norðurhluta Gasa til baka í morgun.

Á aðeins tveimur dögum hafa meira en þrjátíu Palestínumenn fallið á Gaza og minnst einn ísraelskur hermaður. Svæðið hefur verið eins og púðurtunna og í morgun gerðu Ísraelsmenn enn eina loftárásina og tveir Palestínumenn slösuðust lífshættulega. Þá brutust út skotbardagar á austurhluta Gaza í morgun og þrír Palestínumenn féllu í valinn.

En þrátt fyrir allt virðist vera smá ljóstýra í myrkrinu. Þannig segist Ísraelsher hafa dregið liðsafla sinn frá norðurhluta Gaza og aftur yfir landamærin til Ísraels. Seint á miðvikudagskvöldið sendu Ísraelsmenn fjölda skriðdreka á þetta svæði, til þess að koma í veg fyrir árásir herskárra Palesínumanna en nú eru þeir semsagt farnir aftur til Ísraels og það ætti að slaka aðeins á spennunni sem verið hefur á svæðinu.Og það er fleira sem bendir til að eitthvað gæti þokast í friðarátt á næstunni. Ismayl Hanieh, forsætisráðherra Palestínu sagðist í dag vonast til að báðir aðilar myndu hætta árásum. Þetta er stefnubreyting af hálfu ráðherrans, sem hingað til hefur verið mjög herskár í málflutningi. En

n er þó deilt um hver eigi næsta leik.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels segist ekki ætla að semja um frið fyrr en Palestínumenn sleppi hermanninum unga sem var rænt í lok júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×