Erlent

Norðmenn að veiða 1.052 hvali á næsta ári

MYND/Vilhelm

Norskir hvalveiðimenn fengu í dag leyfi til þess að veiða allt að 1.052 hvali á næsta ári sem er mesti kvóti undanfarna tvo áratugi. Greenpeace fordæmdi veiðarnar og sögðu kvótann tilgangslausann þar sem aðeins hefðu veiðst um 546 hrefnur á þessu ári.

Hvalveiðimenn fögnuðu þó ákvörðuninni þar sem hún gefur þeim leyfi til þess að veiða hvalina nær ströndum Noregs en áður. Búast þeir við því að ná því að veiða fleiri en í fyrra þar sem alls 433 hvali átti að veiða við Jan Mayen en þar veiddist ekki nokkur hvalur í fyrra. Verður kvótinn við Jan Mayen skorinn niður í 152 dýr á næsta ári. Ísland og Noregur eru einu löndin sem veiða hvali í atvinnuskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×