Hundruð þúsunda mótmæltu 1. desember 2006 18:59 Beirút í dag. MYND/AP Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll. Líbanir eru orðnir vanir því að ólga ríki í stjórnmálum landsins en nú er spennustigið í þjóðfélaginu orðið meira en góðu hófi gegnir. Að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra komu hundruð þúsunda Líbana saman í miðborg Beirútar í dag og skilaboð þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum voru mjög einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér og það sem fyrst. Fjöldafundurinn stóð fram eftir degi og í kjölfarið hófst svo mótmælaseta fyrir framan líbanska stjórnarráðið til að knýja á um afsögn ríkisstjórnar Fuads Saniora. Hizbollah-menn telja ríkisstjórnina aðeins lepp Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að hún sýndi þeim lítinn stuðning þegar átökin við Ísraela stóðu yfir í sumar. Aðeins er rúm vika liðin frá því að ámóta mikill mannfjöldi kom saman til að sýna ríkisstjórninni stuðning í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra þannig að sundurlyndisfjandinn leikur augljóslega lausum hala í Líbanon eins og svo oft áður. Átakalínurnar í stjórnmálum landsins eru hins vegar fyrst og fremst dregnar eftir afstöðunni til nágrannanna í Sýrlandi. Á dögunum sögðu nokkrir ráðherrar úr röðum Hizbollah sig úr stjórninni vegna deilna um verksvið dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeir tengjast sýrlensku leyniþjónustunni. Fyrir mótmælin í dag stóð ríkisstjórnin mjög veikum fótum og staða hennar nú er orðin næsta vonlaus þegar ljóst er að hún nýtur nánast einskis stuðnings á meðal sjía, stærsta trúarhóps landsins og aðalstuðningsmanna Hizbollah. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Staða líbönsku ríkisstjórnarinnar veiktist enn frekar í dag þegar hundruð þúsunda stuðningsmanna Hizbollah-samtakanna fylktu liði í Beirút og kröfðust afsagnar hennar. Fólkið ætlar ekki að láta af mótmælum fyrr en stjórnin er öll. Líbanir eru orðnir vanir því að ólga ríki í stjórnmálum landsins en nú er spennustigið í þjóðfélaginu orðið meira en góðu hófi gegnir. Að boði Hizbollah-samtakanna og bandamanna þeirra komu hundruð þúsunda Líbana saman í miðborg Beirútar í dag og skilaboð þeirra sem stóðu fyrir mótmælunum voru mjög einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér og það sem fyrst. Fjöldafundurinn stóð fram eftir degi og í kjölfarið hófst svo mótmælaseta fyrir framan líbanska stjórnarráðið til að knýja á um afsögn ríkisstjórnar Fuads Saniora. Hizbollah-menn telja ríkisstjórnina aðeins lepp Bandaríkjamanna, meðal annars vegna þess að hún sýndi þeim lítinn stuðning þegar átökin við Ísraela stóðu yfir í sumar. Aðeins er rúm vika liðin frá því að ámóta mikill mannfjöldi kom saman til að sýna ríkisstjórninni stuðning í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra þannig að sundurlyndisfjandinn leikur augljóslega lausum hala í Líbanon eins og svo oft áður. Átakalínurnar í stjórnmálum landsins eru hins vegar fyrst og fremst dregnar eftir afstöðunni til nágrannanna í Sýrlandi. Á dögunum sögðu nokkrir ráðherrar úr röðum Hizbollah sig úr stjórninni vegna deilna um verksvið dómstóls Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, en þeir tengjast sýrlensku leyniþjónustunni. Fyrir mótmælin í dag stóð ríkisstjórnin mjög veikum fótum og staða hennar nú er orðin næsta vonlaus þegar ljóst er að hún nýtur nánast einskis stuðnings á meðal sjía, stærsta trúarhóps landsins og aðalstuðningsmanna Hizbollah.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira