Erlent

Bandaríkin reyna að stilla til friðar í Sómalíu

Bíll brennur eftir að hafa sprungið við varðstöð í Sómalíu.
Bíll brennur eftir að hafa sprungið við varðstöð í Sómalíu. MYND/AP

Bandaríkin hafa beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að styrkja stjórnina í Sómalíu með herliði frá Afríkubandalaginu sem myndi ekki innihalda hermenn frá nágrannaríkjum eins og Eþíópíu. Tillaga sem Bandaríkjamenn hafa gert leggur líka til að slakað verði á vopnasölubanninu sem Sómalía býr við svo að friðargæsluliðar geti komið með vopn til landsins og styrkt her þess.

Leggur tillagan áherslu á að aðeins sé verið að styrkja friðarferlið í landinu með þessum aðgerðum og að verið sé að reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ríkis herskárra múslima. Um leið eru línur lagðar fyrir viðræðuferli á milli stjórnarinnar og hinna múslimsku uppreisnarmanna til þess að reyna að ná friðsamlegri lausn á deilunni sem hefur staðið í lengri tíma og valdið miklum hörmungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×