Erlent

Röntgentæki á flugvöllum framtíðarinnar

Svona lítur mynd af konu út í röntgentækinu.
Svona lítur mynd af konu út í röntgentækinu. MYND/AP

Alþjóðlegi flugvöllurinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum mun nú taka upp gegnumlýsingartæki sem nota á á farþega. Grunsamlegir farþegar verða þá beðnir um að standa fyrir framan það á meðan mynd er tekin af þeim og sést þá allt sem undir fötum manns er.

Tæknin hefur verið til í Bandaríkjunum í nokkurn tíma en hefur lítið verið notuð af ótta við að brjóta á einkalífi farþega enda eru sennilega fáir tilbúnir að láta mynda sig nakta á flugvöllum. Núna er hins vegar búið að finna upp tækni sem að gerir ákveðin svæði óskýr og kemur þannig í veg fyrir að viðkomandi sé allsnakinn í augum tollvarða.

Verður tækið sett upp þannig að öryggisvörðurinn sem sér myndina verður ekki á staðnum heldur töluvert frá og munu þeir sem verða á staðnum með viðkomandi ekki geta séð myndina. Tækið verður notað til þess að leita eftir sprengjum og vopnum sem eru ekki úr málmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×