Lífið

Flottar stelpur

Skákstelpurnar Jóhanna, Tinna og Hallgerður.
Skákstelpurnar Jóhanna, Tinna og Hallgerður.

22 stelpur tóku í Stelpumóti Olís og Hellis, sem fram fór í höfuðstöðvum Olís. Tinna Kristín Finnbogadóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir komu allar jafnar í mark og þurfti til þrefaldan stigaútreikning til að finna sigurvegara mótsins sem var Tinna. Birta M. Össurardóttir og Elín Nhung Hong Bui sigruðu í sínum aldursflokkum. Lenka Ptácníková sigraði í drottningarflokki.

Guðrún Jónsdóttir aðstoðarframkvæmdarstjóri markaðssviðs setti mótið og bauð keppendur velkomna og sagði það einstaklega skemmtilegt að fá allar þessar stelpur í höfuðstöðvar Olís til að tefla skák.

Í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending. Þrjár efstu stelpurnar fengu allar úttekt í Kringlunni og auk þess voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu stelpurnar í 3 aldursflokkum. Keppendur í drottningarflokki fengu svo út bensínúttekt frá Olís. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjal og gátu vel á milli gjafa svo gefnar voru af SPRON, 4 dot, Flash og Prinsessunni auk Olís. Allir keppendur fengu svo að auki að velja sér skákbók.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.