Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda 24. ágúst 2006 07:00 Páll Gunnar Pálsson Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir. Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir.
Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira