Erlent

Fundin eftir átta ára leit

Stúlka sem hvarf sporlaust í Austurríki fyrir rúmum átta árum kann að vera komin í leitirnar. Ættingjar Natöschu Kampusch báru í gærkvöldi kennsl á unga konu sem fannst í garði skammt norðaustur af höfuðborginni Vín í gærdag og könnuðust við hana sem stúlkuna sem þau höfðu ekki séð frá 1998, þegar hún var 10 ára. Konan segir að henni hafi verið rænt af manni sem síðan hafi haldið henni fanginni í húsi sínu. DNA-sýni hafa verið tekin úr konunni og munu þau leiða í ljós hvort saga konunnar á við rök að styðjast en hvarf Natöschu Kampusch hefur verið ein stærsta ráðgátan í austurrískum lögreglumálum síðari ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×