Innlent

Flugmálafélag Íslands 70 ára á morgun

Flugmálafélag Íslands verður sjötíu ára á morgun en það var stofnað tuttugasta og fimmta ágúst 1936. Að því tilefni verður efnt til móttöku fyrir gesti félagsins á Hótel Borg og minnisvarði um Glitfaxa, eftir Einar Jónsson, verður afhjúpaður við Fossvogskirkju.

Minnisvarðinn hefur ávalt verðið ómerktur en hann var reistur fyrir rúmri hálfri öld til minningar um þá Íslendinga sem látist hafa í flugslysum. Þá verður flugsýning á Reykjavíkurflugvelli við Loftleiðir frá klukkan eitt til hálf fjögur.

Bent er á að flugsýningin er á er laugardaginn en það verður sérstakur flugdagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×