Sport

Abramovich sættir sig ekki við neitt minna en Evróputitil í ár

Roman Abramovich þráir ekkert heitar en að vinna meistaradeildina að sögn Ranieri
Roman Abramovich þráir ekkert heitar en að vinna meistaradeildina að sögn Ranieri NordicPhotos/GettyImages

Ítalinn Claudio Ranieri, forveri Jose Mourinho hjá Chelsea, segir að Roman Abramovich eigandi félagsins sætti sig ekki við neitt minna en sigur í meistaradeildinni á þessari leiktíð. Ranieri segir að þó Mourinho segi það forgangsatriði að vinna ensku deildina, gæti hann jafnvel þurft að leita sér að nýju starfi ef hann stýrir liðinu ekki til sigurs í meistaradeildinni í vor.

"Það er ekki nóg að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð, því þeir eru þegar búnir að því. Chelsea verður að vinna meistaradeildina í ár og það er það eina sem skiptir máli. Allt annað en það verður talið vonbrigði.

Ég þekki Abramovic vel og það eina sem hann hugsar um er að vinna meistaradeildina og verða með besta lið Evrópu. Hann á fjall af peningum og Chelsea-liðið lítur sannarlega út fyrir að vera ósigrandi. Nýju leikmennirnir eru sigurvegarar og Chelsea hefur allt sem til þarf til að vinna meistaradeildina," sagði Ranieri, sem er búinn að vera atvinnulaus í ár síðan hann var rekinn frá Valencia á Spáni. Hann segir að sér sé farið að leiðast þófið og vill gjarnan snúa aftur til Englands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×