Innlent

Kosning í stjórn talin ólíkleg

Líklegast er að sjálfkjörið verði í stjórn Straums-Burðaráss á hluthafafundi 19. júlí. Framboðsfrestur rennur út klukkan tvö í dag.

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðar­áss og aðilar tengdir honum ráða flestum atkvæðum í félaginu. Ásamt honum bjóða þeir Birgir Már Ragnarsson, framkvæmdastjóri Samsonar, og Eggert Magnússon, stjórnarmaður í Straumi, sig fram í fimm manna stjórn.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um að fulltrúar FL Group verði þeir Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson. Talið er líklegast að sú verði niðurstaðan.

Hannes situr í stjórn Glitnis og mun, ef þetta verður niðurstaðan, ganga úr stjórn bankans þar sem hann getur ekki setið í stjórn tveggja banka. Vangaveltur voru í gær um hvort lífeyrissjóðirnir myndu tilnefna mann til stjórnarsetu, en það er talið ólíklegt og því líklegast að stjórnin verði sjálfkjörin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×