Innlent

Íbúðir byggðar umfram eftirspurn

Greiningadeild KB banka telur að 4.200 íbúðir verði byggðar í ár en þörfin sé aðeins 3.300 þannig að hátt í þúsund íbúðir verði byggðar umfram eftirspurn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem bankinn kynnti á opnum fundi á Nordica hóteli í morgun. Í þessum spám er búið að taka tillit til þess að fleiri flytja til landsins en frá því. Þá telur bankinn að ekki verði þörf fyrir nema 16 hundruð nýjar íbúðir á næsta ári til að svara eftirspurn, sem er fækkun um 2.600 íbúðir frá þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×