Innlent

2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði

Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, auk þess sem áð var í Hljómskálagarðinum. Fjölbreyttur gjörningur var framinn á leiðinni í formi leik- og tónlistar og í Nauthólsvíkinni fer svo fram um klukkutíma skemmtidagskrá, auk þess sem reynt verður að setja heimsmet í reiptogi. Markmiðið með miðsumarsmótinu er að efla borgarvitund nemenda og styrkja jafnframt heilbrigðis- og umhverfislæsi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×