Innlent

Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður

Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Á þeim tveimur árum sem UNICEF á Íslandi hefur landsnefndin náð þeim árangri að safna að meðaltali 12,5 bandaríkjadölum á hvern íbúa, sem er hlutfallslega meðal hæstu framlaga innan landsnefnda UNICEF. Þar að auki hefur nefndin verið í samstarfi við skóla hér á landi og kynnt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og starf UNICEF. Þar sem viðtökur landsmanna við Barnahjálpinni þykja með eindæmum góðar vill UNICEF gera fratíðarsamning við landsnefndina. Með samstarfssamningnum skuldbindur landsnefndin sig til að halda áfram að afla fjár til verkefna UNICEF og fylgja stöðlum samtakanna.

Ann M. Veneman,  mun eiga fund með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra en þess má geta að íslenska ríkið hefur aukið framlög sín til verkefna UNICEF á síðustu árum sem er í samræmi við aukin fjárframlög Íslands til þróunaraðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×