Viðskipti erlent

Olíuverð í hæstu hæðir

Olíuvinnslustöð
Olíuvinnslustöð Mynd/AFP

Verð á olíu fór í fyrsta sinn í dag yfir 76 dali á tunnu í kjölfar loftárása Ísraelsmanna í Líbanon. Olíuverðið hefur aldrei verið hærra en nú.

Þá hækkaði verð á olíu nokkuð í morgun vegna frétta um minni olíubirgðir í Bandaríkjunum, tveggja sprenginga við olíuleiðslur í suðurhluta Nígeríu og vaxandi spennu vegna kjarnorkuáætlunar Írana en búist er við að máli þeirra verði vísað á ný fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Olíuverðið fór í 76,30 dali á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum en verð á Norðursjávarolíu fór í 76,15 dali á tunnu á mörkuðum í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×