Innlent

Guðni vill varaformennsku

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum.

Guðni segist hafa verið hvattur til að gefa kost á sér til forystu af fólki úr öllum kjördæmum og þakkar hann þann stuðning.

Með því að bjóða sig fram til varaformanns telur hann sig vera að velja leið sátta og samheldni í flokknum. Hann telur mikilvægt að Framsóknarflokkurinn verði afl einingar og samvinnu með sterka stöðu á miðju stjórnmálanna sem framfarasinnaður félagshyggju- og umbótaflokkur í þágu íslensku þjóðarinnar. Að því vill hann vinna með lýðræðislegum hætti og í góðri sátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×