Innlent

5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi

Gullfoss
Gullfoss MYND/GVA

Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. Á síðasta ári veitti pokasjóðurinn styrk að sömu upphæð til vinnu við gerð plankastéttar á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Á síðasta ári var lokið við að smíða um 200 metra og veitir ÁTVR styrkinn að þessu sinni til að unnt sé að ljúka gerð stéttarinnar, alveg að gestastofunni við Gullfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×