Íslendingana sakaði ekki 13. júlí 2006 19:32 Rafik Hariri-flugvöllur í Beirút varð fyrir loftárás Bandaríkjamanna. MYND/AP Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira