Innlent

Vöruskiptahallinn við útlönd sá mesti í sögunni

Vöruskiptahallinn við útlönd í síðasta mánuði var sá mesti í sögunni og fór tvo og hálfan milljarð yfir metið frá því í júní. Fluttar voru út vörur fyrir 17 milljarða en inn fyrir röska 35 milljarða þannig að hallinn nemur 18,3 milljörðum króna.

Í tölum Hagstofunnar kemur fram að á frystu sex mánuðum ársins jókst bílainnfluitningur um fjögur og hálft prósent frá sama tíma í fyrra, en ef aðeins er litið þrjá mánuði aftur í tímann hefur hann dregist saman um rösk 15 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, þannig að bílainnflutningur fer snar minkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×