Enn og aftur bent á að virða fjárlög 3. ágúst 2006 15:19 Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Frá þessu greinir á vef Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að mikil frávik frá fjárlögum ár eftir ár séu til marks um meira agaleysi í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga hér á landi en tíðkast í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Í árslok 2005 voru 96 fjárlagaliðir, eða um fimmtungur, með a.m.k. 4% halla miðað við fjárheimildir en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þá voru 237 fjárlagaliðir með meira en 4% afgang miðað við heimildir eða um helmingur allra fjárlagaliða. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2005 nema ónýttar fjárheimildir alls um 18 ma.kr. nettó. Þegar skoðuð er skipting milli þeirra sem fóru fram úr heimild og þeirra sem ekki nýttu hana að fullu, kemur í ljós að alls var farið 8,9 ma.kr. fram úr heimildum en ónýttar heimildir nema 26,9 ma.kr. Af ónýttum heimildum eru 11,2 ma.kr. svokallað bundið fé en því má ekki ráðstafa nema til komi sérstakt samþykki Alþingis. Í skýrslunni er gerð sérstök úttekt á stöðu nokkurra fjárlagaliða hjá utanríkis-, fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytis sem hafa á undanförnum árum vikið umtalsvert frá fjárheimildum. Ríkisendurskoðun hvetur viðkomandi stjórnvöld til að huga að ábendingum hennar sem gerð er grein fyrir við einstaka fjárlagalið. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og eftirlitshlutverk ráðuneytanna. Að mati Ríkisendurskoðunar eru alltof mörg dæmi um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt að vettugi. Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 er enn og aftur bent á mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir ríkisins virði fjárlög. Í árslok 2005 hafði ríflega fjórðungur fjárlagaliða ráðstafað fjármunum umfram heimildir og á sama tíma áttu tæplega tveir þriðju allra fjárlagaliða inneign hjá ríkissjóði. Frá þessu greinir á vef Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að mikil frávik frá fjárlögum ár eftir ár séu til marks um meira agaleysi í fjárlagagerð og framkvæmd fjárlaga hér á landi en tíðkast í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Í árslok 2005 voru 96 fjárlagaliðir, eða um fimmtungur, með a.m.k. 4% halla miðað við fjárheimildir en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þá voru 237 fjárlagaliðir með meira en 4% afgang miðað við heimildir eða um helmingur allra fjárlagaliða. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í árslok 2005 nema ónýttar fjárheimildir alls um 18 ma.kr. nettó. Þegar skoðuð er skipting milli þeirra sem fóru fram úr heimild og þeirra sem ekki nýttu hana að fullu, kemur í ljós að alls var farið 8,9 ma.kr. fram úr heimildum en ónýttar heimildir nema 26,9 ma.kr. Af ónýttum heimildum eru 11,2 ma.kr. svokallað bundið fé en því má ekki ráðstafa nema til komi sérstakt samþykki Alþingis. Í skýrslunni er gerð sérstök úttekt á stöðu nokkurra fjárlagaliða hjá utanríkis-, fjármála-, samgöngu- og umhverfisráðuneytis sem hafa á undanförnum árum vikið umtalsvert frá fjárheimildum. Ríkisendurskoðun hvetur viðkomandi stjórnvöld til að huga að ábendingum hennar sem gerð er grein fyrir við einstaka fjárlagalið. Í reglugerð nr. 1061/2004 um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta er skýrt kveðið á um skyldur forstöðumanna stofnana og eftirlitshlutverk ráðuneytanna. Að mati Ríkisendurskoðunar eru alltof mörg dæmi um að ákvæði reglugerðarinnar séu virt að vettugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira