Innlent

Gunnar Snorri Gunnarsson verður sendiherra í Kína

Ákveðið hefur verið að Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra hefji störf í Peking sem sendiherra Íslands gagnvart Kína um miðjan september næstkomandi. Gunnar Snorri var skipaður ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins árið 2002 en hafði fram að þeim tíma gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum sem sendiherra á erlendum vettvangi fyrir Íslands hönd, einkum á sviði viðskipta- og Evrópumála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×