Verslunarmannahelgin að bresta á 3. ágúst 2006 17:49 Af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum MYND/Ómar Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira