Sport

Eiður Smári í skiptum fyrir Nistelrooy?

Eiður í leik gegn Man Utd.
Eiður í leik gegn Man Utd.
Enska dagblaðið News of the World greinir frá því í dag að fótboltaliðin Chelsea og Manchester United skipti hugsanlega á leikmönnum. Samkvæmt blaðinu er Eiður Smári Guðjohnsen á leið til Manchester United en hollenski sóknarmaðurinn hjá United, Ruud van Nistelrooy fer í staðinn til Chelsea.

Nistelroy og knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hafa ekki átt skap saman undanfarna mánuði en hingað til hafa enskir fjölmiðlar reiknað með því að ef Nistelrooy verði seldur, þá fari hann ekki til liðs sem á í keppni við Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Mikil undiralda er á leikmannamarkaðnum og margir leikmenn sagðir á leið frá og til Chelsea. Fjölmiðlar telja að Chelsea sé tilbúið að bjóða 47 milljónir punda eða 6,3 milljarða íslenskra króna í Úkrænumanninn Andrej Schevchenko.

Arsenak fékk 50 milljóna punda tilboð í Henry

Í morgun staðfesti David Dein varaformaður Arsenal að félagið hefði hafnaði tveimur 50 milljóna punda tilboðum frá spænskum liðum í fyrirliðann Thierry Henry. Henry ákvað síðan að vera um kyrrt hjá Arsenal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×