Innlent

Fjörutíu hrefnur veiddar

Alls hafa fjörutíu hrefnur verið veiddar af fimmtíu dýra kvóta í ár. Á fréttavefnum dagur punktur net kemur fram að samkvæmt áætlun megi veiða 200 hrefnur á fjögurra ára tímabili árin 2003 til 2007.

Alls hafa hundrað fjörtíu og ein hrefna verið veidd. Hrefnur eru veiddar samkvæmt ákveðnu skipulagi á níu svæðum í kringum landið og í hlutfalli við þéttleika hrefnu. Fjögur skip hafa verið á veiðunum en upphaflega var áætlað að veiðunum lyki í gær. Hugsanlega verður því sótt um framlengingu á veiðunum svo hægt sé að veiða þær tíu hrefnur sem eftir standa á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×