Innlent

Lögreglumenn ánægður með vegfarendur

Mynd/Hörður

Umferð um þjóðveg númer eitt hefur gengið vel fyrir sig og er mikil ánægja meðal lögreglumanna með upphafið að þessari stærstu ferðahelgi landsmanna.

Umferð úti á landi hefur gengið stórslysalaust fyrir sig en í Reykjavík urðu tvö slys seinnipart dags. Ekið var á gangandi vegfaranda á Suðurlandsbrautinni á sjötta tímanum í dag og kona ók á ljósastaur í Síðumúlanum. Lögregluembættin við þjóðveg númer eitt eru sammála um að umferð hafi gengið vel fyrir sig. Mikil ánægja er með daginn hjá lögreglumönnum á Selfossi og lögreglan á Hvolsvelli segir umferðarhraða hafa verið ökumönnum til fyrirmyndar. Lögreglumenn í Borgarnesi og Blönduósi segja hafa verið bullandi traffík en hún hafi gengið vel fyrir sig. Nokkrir voru stöðvaðir fyrir hraðakstur um land allt en ekkert til að hafa orð á í þessari umferð. Mikill straumur fólks hefur verið um og til Akureyrar og er mikið af fólki komið í bæinn á hátíðina Ein með öllu. Lögreglumenn hafa verið að stöðva bíla í allan dag til að kanna búnað þeirra og ástand ökumanna og vonandi mun umferðareftirlit skila sér í slysalítilli helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×