Slökkvilið Akranes var kallað út um klukkan 17 í dag þegar eldur kom upp í Síldarverksmiðjunni á Akranesi. Í fyrstu var eldurinn nokkuð mikill en slökkviliðsmenn náði fljótt slökkva hann að mestu. Þeir eru þó enn á vettvangi en rjúfa þarf veggi til að ráða niðurlögum eldsins að fullu. Eldsupptök eru ókunn.

