Talið er að um 3.000 manns séu samankomnir í Ásbyrgi á tónleikum Sigur rósar sem hófust fyrr í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hefur samkoman farið vel fram, sem og unglingalandsmót UMFÍ á Laugum en talið er að um 7.000 manns séu á mótinu. Umferð hefur sömuleiðis gengið vel um umdæmið í allan dag.
Um 3.000 manns á tónleikum Sigur rósar
