Innlent

Síminn kaupir í Kögun

Höfuðstöðvar Símans í Ármúla.
Höfuðstöðvar Símans í Ármúla. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Síminn hefur keypt tæplega 27% hlut í Kögun og nemur hlutur Símans samtals 52 milljónum hluta að nafnverði. Samningur um kaupin var undirritaður í morgun.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, telur Kögunarsamstæðuna afar góðan fjárfestingarkost. Fyrirtækið hafi unnið töluvert með Kögun og viti því að fyrirtækið sé öflugt á íslenskum markaði.

Undir Kögunarsamstæðun heyra mörg upplýsingatæknifyrirtæki á borð við Skýrr, Teymi, Opin kerfi, Landssteinar Strengur og Ax hugbúnaðarhús.

Brynjólfur segir Símann ekki lengur eingöngu símafyrirtæki heldur fyrirtæki í sjónvarpsrekstri, fjarskiptum og afþreyingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×