Viðskipti erlent

AP3 íhugar sölu í Yahoo

Sænski ríkislífeyrissjóðurinn AP3 hefur til skoðunar að selja öll hlutabréf sín í Yahoo, alls þrjú hundruð þúsund hluti, vegna grunsemda um að Yahoo hafi framið mannréttindabrot. Bandaríska félagið er sakað um að hafa komið gögnum til kínverskra stjórnvalda er áttu þátt í því að andófsmaðurinn, Shi Tao, var dæmdur til tíu ára tukthúsvistar.

Tao notaði Yahoo-pósthólf til að senda viðkvæmar upplýsingar um kínversk stjórnvöld til Bandaríkjanna.

AP3 vinnur eftir siðareglum þar sem leitast er við að stunda ábyrgar fjárfestingar. Ber samkvæmt þeim að forðast fjárfestingar í félögum sem virða ekki þær reglur. Stjórnendur AP3 hafa sent bréf til Yahoo og óskað eftir skýringum. Yahoo á enn eftir að svara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×