Fór óvænt til Afganistans 12. júlí 2006 06:00 Hamid Karzai fylgist grannt með þegar Rumsfeld útskýrir málin. MYND/AP Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar. Erlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Donald Rumsfeld, varaforseti Bandaríkjanna, brá sér í óvænta heimsókn til Afganistans í gær og hitti þar Hamid Karzai forseta að máli. Á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra sagðist Rumsfeld sannfærður um að sigur myndi vinnast á vopnuðum sveitum talibana í suðurhluta landsins þrátt fyrir mikla herflutninga yfir landamæri Afganistans og Pakistans. Einnig sagði hann nauðsynlegt að Evrópuríki veittu Afgönum meiri aðstoð við að berjast gegn fíkniefnaframleiðslu í landinu, en þaðan flæðir heróín í stríðum straumum til Evrópu og Rússlands. Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan þrátt fyrir tilraunir til þess að draga úr henni. Rumsfeld fagnaði því sérstaklega að NATÓ-ríkin tækju að sér stærra hlutverk í Afganistan, sérstaklega til þess að berjast gegn liðsafla talibana í suðurhluta landsins. Á þessum sama blaðamannafundi sagði Karzai að lögreglulið landsins væri veikburða, sérstaklega meðfram landamærum Pakistans, og þess vegna hafi starfsemi herskárra hópa eflst. Talibanar, sem fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð nánast öllu landinu á sitt vald, hafa haft sig töluvert í frammi í suður- og austurhluta landsins síðustu mánuði, og virðast hafa haft stuðning bæði frá erlendum málaliðum og vopnuðum hópum á vegum ópíumframleiðenda. Undanfarinn mánuð hafa til dæmis sex Bretar farist í átökum við hina herskáu hópa. Bresk stjórnvöld hafa af þeim sökum ákveðið að senda 900 hermenn til suðurhluta Afganistans í viðbót við 3.600 manna herlið sitt þar. Margir Afganar, þar á meðal Karzai forseti, hafa sakað nágrannaríkið Pakistan og forseta þess, Pervez Musharraf, um að hafa gert lítið sem ekkert til að hindra vopnaða hópa í því að herja á Afganistan frá bækistöðvum sínum handan landamæranna í Pakistan. Musharraf segir þær ásakanir tóma vitleysu, Pakistan hafi þvert á móti sent 90 þúsund hermenn til landamæranna gagngert til þess að stöðva stuðningsmenn talibana þar.
Erlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira