Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu 12. júlí 2006 07:15 Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins. Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Einar umfangmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins.
Innlent Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Einar umfangmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira