Viðskipti erlent

Aukið atvinnuleysi í Bretlandi

Frá Lundúnum í Bretlandi. Atvinnuleysi í landinu hefur ekki verið meira í sex ár.
Frá Lundúnum í Bretlandi. Atvinnuleysi í landinu hefur ekki verið meira í sex ár. Mynd/Reuters

Atvinnulausum fjölgaði um 5.900 manns í Bretlandi í síðasta mánuði og eru þeir sem eru án vinnu í landinu tæplega 957 þúsund talsins. Atvinnuleysi í Bretlandi mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið meira síðan á vordögum árið 2000, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar.

Þá hefur atvinnulausum fjölgað um 93.000 frá sama tíma í fyrra.

Fjármálasérfræðingar segja upplýsingar um atvinnuleysi í landinu slá á ótta manna um aukna verðbólgu í landinu og búast því við óbreyttum stýrivöxtum út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×