ESB sektar Microsoft 12. júlí 2006 11:00 Bill Gates, stofnandi Microsoft. ESB hefur sektað hugbúnaðarrisann Microfsoft um tæpa 27 milljarða króna fyrir að framfylgja ekki samkeppnireglum innan Evrópusambandsins. Mynd/Reuters Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5 milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki samkeppnislögum. Málið snýr að sölu á Windows stýrikerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa samkeppnisaðilum sínum í álfunni upplýsingar um innviði stýrikerfisins svo þeir geti búið til hugbúnað sem vinni betur með stýrikerfinu. Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið hafa brugðist við ákvæðum ESB með viðunandi hætti. Hafi það upplýst samkeppnisaðilana um innviði stýrikerfisins í lotum og verði sú síðasta 18. júlí næstkomandi. En framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli og greindi forsvarsmönnum Microsoft frá því í desember á síðasta ári að fyrirtækið myndi verða sektað um tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191 milljónar íslenskra króna, á dag verði það ekki við ákvæðum sambandsins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gæti svo farið að sektin verði hækkuð um eina milljón evrur, tæpar 96 milljónir króna, á dag. Þá komst ESB jafnframt að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að Microsoft bæri að skilja spilarann Windows Media Player frá stýrikerfinu og sektaði fyrirtækið um 497 milljónir evra, jafnvirði rúmra 47,6 milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur sektað bandaríska hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5 milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki samkeppnislögum. Málið snýr að sölu á Windows stýrikerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa samkeppnisaðilum sínum í álfunni upplýsingar um innviði stýrikerfisins svo þeir geti búið til hugbúnað sem vinni betur með stýrikerfinu. Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið hafa brugðist við ákvæðum ESB með viðunandi hætti. Hafi það upplýst samkeppnisaðilana um innviði stýrikerfisins í lotum og verði sú síðasta 18. júlí næstkomandi. En framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli og greindi forsvarsmönnum Microsoft frá því í desember á síðasta ári að fyrirtækið myndi verða sektað um tvær milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191 milljónar íslenskra króna, á dag verði það ekki við ákvæðum sambandsins. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, gæti svo farið að sektin verði hækkuð um eina milljón evrur, tæpar 96 milljónir króna, á dag. Þá komst ESB jafnframt að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að Microsoft bæri að skilja spilarann Windows Media Player frá stýrikerfinu og sektaði fyrirtækið um 497 milljónir evra, jafnvirði rúmra 47,6 milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira