Erlent

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunum í Mumbai

Mynd/AP
Lögreglan á Indlandi leitar nú vísbendinga um hver hafi staðið á bak við árásirnar á lestakerfi Mumbai í gær. Lögreglan segir ljóst að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þeim. Talið er að allt að eitt hundrað og nítíu manns hafi látist í árásunum og um sjö hundruð særst þegar átta sprengjur sprungu í farþegalestum í borginn Mumbai sem áður hét Bombay. Árásirnar voru gerðar á háannatíma undir kvöld í gær og margir á leið heim úr vinnu. Fjöldi farþega eyddi nóttinni á lestarstöðvum eða hótelum í nágrenni þeirra af ótta við að halda áfram ferð sinni heim með lest. Yfir sex milljónir manna ferðast með lestum í Mumbai á hverjum degi sem gerir lestakerfið eitt það fjölmennasta í heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×