Ófriðarskýin hlaðast upp 12. júlí 2006 18:45 Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana. Erlent Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana.
Erlent Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira