Innlent

Starfsmenn á baráttufundi

Mynd/Anton

Hátt á annað hundrað starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hittust nú laust fyrir klukkan átta í kvöld á leynilegum baráttufundi í húsi Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Starfsmenn IGS hafa einusinni gert alvöru úr hótunum sínum að leggja niður störf og hafa nú endurtakið þær hótanir batni kjör þeirra ekki. Að sögn fundargesta sem NFS ræddi við ríki mikil samstaða meðal starfsmanna. Enginn vildi þó tjá sig efnislega um hvað rætt var á fundinum eða hvort gripið yrði til aðgerða á næstunni. Það yrði að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×