Erlent

Hizbolla saka stjórn Líbanons um að vinna með Ísraelum

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbolla.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbolla. MYND/AP

Leiðtogi Hizbolla, Hassan Nasrallah, sakaði í morgun forsætisráðherra Líbanon, Fuad Saniora, um að vinna með Ísrael gegn Hizbollah í 34 daga stríðinu í sumar. Sagði hann Líbanonsstjórn hafa hjálpað til við að koma í veg fyrir að liðsmenn Hizbolla fengu vopnasendingar sínar.

Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt á sjónvarpsstöð Hizbolla og sagði hann jafnframt að samtökin myndu halda mótmælum sínum áfram uns stjórnin myndi segja af sér. Mótmælin hafa nú verið í heila viku og ekkert lát virðist vera á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×