Innlent

Baugur orðaður við Allsaints

Breska dagblaðið Times segir Baug Group hafa náð samkomulagi um að kaupa 40 prósenta hlut í bresku tískuvöruverslanakeðjunni Allsaints af breska fjárfestingum Kevin Stanford. Stanford, sem er einn af stofnendum tískuvörukeðjunnar Karen Millen, var einn af meðfjárfestum Baugs í kaupunum á House of Fraser, sem gengu í gegn í október.

Times segir kaupin ganga í gegn um helgina en bætir því við að þetta sé enn eitt skrefið í samstarfi Baugs og Stanfords, sem aftur á 8,3 prósenta hlut í Baugi. Hann á ennfremur hlut í tískuvörukeðjunum Mosaic Group, sem rekur Oasis, Karen Millen, Whistles auk hlutar í fjárfestingafélaginu Unity ásamt Baugi og FL Group, sem á hluti í verslanakeðjunum Moss Bros, French Connection og Woolworths.

Þá er Baugur sagður hafa hug á að stækka Allsaints frekar á næstunni en verslanakeðjan rekur á 49 verslanir hér á landi, í Danmörku, Bretlandi og á Ibiza.

Kaupverð er ekki gefið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×