Erlent

Vel þjálfaðar rottur

Þær eru vel þjálfaðar rotturnar sem tóku þátt í fjölþraut í Nebraska í Bandríkjunum í gær. Það voru háskólanemar í bænum Lincoln sem efndu til keppninnar og mætti hver þátttakandi með þrautþjálfaða rottuna sína. Þeim var svo gert að klifra upp kaðla, taka þátt í langstökki, synda, hlaupa yfir hindranir og klifra upp veggi.

Sigurvegarar voru að lokum leystir út með verðlaunagripum, bæði handa rottu og þjálfara. Keppnin hefur verið haldin í Lincoln árlega í tvo áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×