Viðskipti erlent

Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi

Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins.

Útflutningur á vörum frá Þýskalandi nam 84,1 milljörðum evra eða eða ríflega 7.720 milljörðum íslenskra króna í mánuðinum en það er 22,6 prósenta aukning frá mánuðinum á undan. Innflutningur nam hins vegar 66,8 milljörðum evra eða rúmum 6.130 milljörðum króna sem er 17,6 prósenta aukning á milli mánaða. 

Þessi jákvæða niðurstaða var að mestu tilkomin vegna útflutnings á vörum utan Evópusambandsins, að sögn breska ríkisútvarpsins, sem hefur eftir greiningaraðilum að mikil eftirspurn eftir þýskum vörum muni vara langt fram á næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×