Karlmaður um tvítugt beið bana í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi við afleggjarann að Stykkishólmsflugvelli í nótt. Slysið var rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Nokkur ísing og hálka var á veginum en talið er að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Tuttugu og átta hafa látist í umferðinni á árinu en á síðsta ári létu nítján lífið í umferðinni.