Lífeyrissjóðir sýni félagslega ábyrgð 8. ágúst 2006 07:45 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“ Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill að lífeyrissjóðir, sem stærstu stofnanafjárfestar hér á landi, móti fjárfestingarstefnu þar sem áhersla sé lögð á félagslega ábyrgð fyrirtækja til að sporna við aukinni misskiptingu í þjóðfélaginu. Sem dæmi nefnir Ingibjörg að lífeyrissjóðir geti mótað stefnu um að fyrirtæki sem þeir fjárfesti í hafi hámark á launabili milli starfsmanna sinna, hafi virka jafnréttisstefnu, sinni endurmenntun starfsmanna og séu ábyrg í umhverfismálum. Spurð hvort þetta geti verið samrýmanlegt lögbundnu hagnaðarsjónarmiði lífeyrissjóða segist Ingibjörg telja svo vera. „Ég tel að þetta muni með engum hætti draga úr arðsemi fyrirtækja. Það eru meiri líkur á að fyrirtækjum gangi vel og séu arðbær ef vel er búið að fólkinu sem þar starfar og það starfar í sátt við samfélag sitt.“ Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir þessar hugmyndir Ingibjargar Sólrúnar lýsa vanþekkingu eða hugsunarleysi. „Lífeyrissjóðir eru samtryggingarsjóðir en í löggjöf sem Alþingi hefur sett liggur það skýrt fyrir að stjórnir lífeyrissjóða hafa þá meginfrumskyldu að ávaxta peninga lífeyrissjóðsins með besta hugsanlega móti. Stjórnir lífeyrissjóða væru að mínu mati að brjóta lög ef þær settu önnur markmið en skýr klár ávöxtunarsjónarmið fram fyrir í fjárfestingarstefnu sinni.“ Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið mótuð sérstök stefna um félagslega ábyrgð í fjárfestingum á þeim vettvangi heldur hafi einstökum sjóðum verið eftirlátið að móta stefnu um fjárfestingar. „Það er hins vegar algjört ofmat á stöðu og styrk íslensku lífeyrissjóðanna ef menn halda að sjóðirnir geti einir og sér skerpt á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækjanna. Jafnvel þó að allir íslensku lífeyrisjóðirnir myndu leggjast á sömu sveif eiga þeir ekki nema tólf til þrettán prósent af markaðsverðmæti hlutabréfa skráðra hjá Kauphöll Íslands. Það þyrfti því aldeilis að byggja á stuðningi annarra hluthafa ef málið ætti að fá einhvern framgang.“
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira