Lögregla lokaði í gær búðum mótmælenda 8. ágúst 2006 07:00 Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar. Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lögreglan á Egilsstöðum handtók aðfaranótt mánudags fjórtán mótmælendur sem farið höfðu inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og meðal annars hlekkjað sig við vinnuvélar og truflað framkvæmdir. Tveir mótmælendanna voru íslenskir en tólf erlendir. Framkvæmdaraðilar á svæðinu hafa lagt fram kæru vegna athæfisins og er það nú í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Mótmælendunum sem voru handteknir í fyrrinótt var sleppt úr haldi um miðjan dag í gær. Þá hefur tjaldbúðum mótmælenda undir Snæfelli verið lokað og gestir þar verið sendir á brott. Í tilkynningu frá Lárusi Bjarnasyni, sýslumanni á Seyðisfirði, kemur fram að lögreglunni hafi borist beiðni frá umráðaaðila landsins sem mótmælendur hafa hafst við á undanfarið um að þeir verði fjarlægðir af svæðinu. „Það er mikilvægt að lögreglan hagi sér samkvæmt sínum vinnureglum. Þeir hafa bent á mikinn kostnað við löggæslu á virkjunarsvæðinu en að okkar mati verður það að teljast eðlilegur kostnaður þegar um svona framkvæmd er að ræða,“ segir Bjarki Bragason, talsmaður Íslandsvina, sem skipulögðu tjaldbúðirnar undir Snæfelli í upphafi. Hann segir sjálfsagt að fólk mótmæli þessum framkvæmdum og að það sé hluti af tjáningarfrelsi einstaklinga. Hins vegar hafi mótmælendurnir sem handteknir voru í fyrrinótt ekki verið á vegum Íslandsvina heldur sjálfstæðir einstaklingar. „Það er spurning hvort yfirstjórn lögreglumála í landinu vill reka lögreglu sem nýtur trausts borgaranna og hagar sér í samræmi við almennar lýðræðisvenjur eða hvort lögreglustjórnin vill láta lögregluna ganga fram án tillits til réttinda borgaranna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Hann segir að ef vilji sé fyrir hinu fyrrnefnda verði að fara fram rannsókn á því sem þarna gerðist og þeir sem beri ábyrgð vera dregnir til ábyrgðar. „Landsvirkjun fer hvorki með lögregluvald né dómsvald í ríkinu en lögreglan hlýddi þeim,“ segir Ragnar.
Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira