Innlent

Vexti á lánum þarf að lækka

Árni Mathiesen
Árni Mathiesen

Kostnaður við lántöku vegna íbúðakaupa getur verið allt að tvöfalt hærri hér á landi en á evrusvæðinu, sé miðað við hefðbundin húsnæðislán.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir kostnað við íbúðalán hér á landi óviðunandi fyrir almenning í landinu. „Annars vegar er verðbólgan heimatilbúin og almenningur þarf að greiða hátt verð fyrir misheppnaða en sjálfstæða hagstjórn, þar sem íslenska krónan er í aðal­hlutverki. Vandinn er sá í hnotskurn að hagstjórnin hér innanlands er ekki nægilega góð. Og síðan er það íslenskan krónan, sem skoppar eins og kork­tappi í alþjóðlegum fjárhagseigendum. Fyrirtæki og stóreignamenn hafa aðgang að evrópskum kjörum en ekki almenningur í landinu, og það er óviðunandi.“

Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir breytingar á Íbúðalánasjóði í vændum og vonast til þess að vaxtakjör batni eins mikið og kostur er. „Það urðu breytingar á húsnæðis­markaðnum sem lækkuðu vaxtakostnaðinn við lán mikið, en þær leiddu til þenslu á húsnæðismarkaði sem við erum enn að glíma við. Endurskoðun á Íbúðalánasjóði stendur yfir. Það þarf að fara varlega í sakirnar þegar farið er út í breytingar á þessum markaði, en að sjálfsögðu eigum við að stefna að eins góðum vaxtakjörum og kostur er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×