Innlent

Umferð gekk vel

Mynd/Vísir

Þrátt fyrir mjög mikla umferð til höfuðborgarsvæðisins í gær og fram á kvöld, er ekki vitað til þess að neitt slys eða umtalsverð óhöpp hafi orðið. Að sögn lögreglumanna má vel við una, ekki síst í ljósi þess að margir bílar drógu tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi, sem ökumenn eru óvanir að hafa aftan í bílum sínum. Þrátt fyrir að umferðin væri alla jafnan róleg, stöðvaði lögreglan á Blönduósi fimmtíu ökumenn fyrir of hraðan akstur og í Vestur Skaftafellssýslu voru 80 stöðvaðir um helgina fyrir hraðakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×